ALAVIS
November 28, 2019

Lagt á borð með Iittala

Í gær lagði ég á borð með vörum frá Iittala og langaði að sýna ykkur hvernig blái rain liturinn kemur út. Ég hef verið mjög hrifin af bláu í langan tíma og ákvað að nota hann í bland við hvítt og silfur. Mér finnst þetta nú bara nokkuð jólalegt en næst ætla ég að prófa að nota hvítt, grænt, rautt og silfur. Það eru klassísku gömlu, góðu jólalitirnir en þessir eru heldur nýtískulegri. Mér finnst fínt að blanda þessu saman.

Rain liturinn er virkilega fallegur en ég held að Cranberry liturinn frá Iittala væri sérstaklega jólalegur líka og þá með grænu greni. Sjáið þið það fyrir ykkur? :)

Vörurnar sem ég notaði á borðið eru:

➺ Kastehelmi tumbler 30 cl glös í Rain

➺ Kastehelmi diska í Clear sem forréttadiska í stærðinni: 24,8cm

➺ Kastehelmi votive kertastjaka 64 mm í Rain

➺ Alvar Aalto Collection blómavasa 251 mm í Rain

Eru einhverjir fleiri að detta í jólaskap? :)

November 24, 2019

I'm dreaming of a white Christmas

Þá er stofan að komast í jólabúninginn og núna vantar bara jólasnjó og pakka undir tréð. Ég er byrjuð að hækka vel í jólalögunum og við Ísabella erum búnar að baka piparkökur. Þessi árstími er alltaf jafn kósý og skemmtilegur. Núna óska ég þess heitt að það byrji að snjóa nógu mikið þannig að hægt sé að fara á skíði.

Fyrir stuttu síðan fékk ég þessa Specktrum kertastjaka og Cindy lampa frá Kartell. Hvort tveggja fæst í versluninni Dúka í Smáralind. Kertastjakarnir eru svolítið eins og jólaskraut en ég ætla nú samt sem áður að hafa þá allan ársins hring. Þeir verða bara mun jólalegri í kringum allt jólaskrautið. Hnotubrjótarnir mínir eru allir komnir upp úr kössum og hafa fengið sinn stað á heimilinu.

Ég vona að þið eigið góðan sunnudag :)

November 14, 2019

Good night sleep tight

Ég hef verið að fá svo margar fyrirspurnir á Instagram út í náttborðin mín þannig ég ákvað að skella í smá bloggfærslu og segja hvaðan allt er. Ef ég byrja á náttborðunum þá eru þau frá Glerborg ásamt speglahurðunum á fataskápunum. Það eru margir litir í boði af gleri en ég valdi þennan fallega koparlit til þess að gera herbergið hlýlegt.

Málningin á bakvið rúmgaflinn er Svönubleikur frá Sérefni. Ég fékk nokkrar litaprufur hingað heim og endaði á því að velja þennan lit. Mér fannst hann svo fallegur og hlýlegur. Ég hef ennþá ekki tímt að bora göt á vegginn fyrir ofan gaflinn. Ég ætla aðeins að sjá til hvort ég setji eitthvað þar eða hafi þetta svona. Mér fannst alveg smá vesen að innrétta svefnherbergi með 5 metra lofthæð ef ég á að vera alveg hreinskilin. Mér fannst líka alveg challenge að vinna eingöngu með hlýja liti. Ég ákvað í upphafi að nota ekki mikið af svörtu/hvítu/gráu/silfri eins og ég er svo vön.

Gardínurnar eru svo frá Z-brautum & gluggatjöldum. Þær eru skjannahvítar, gegnsæjar Voal með New Wave fellingum. Þær eru settar á álbraut í loftið og ná niður í gólf.

Load more posts
November 5, 2019

Dripkökunámskeið

Á laugardaginn fór ég á Dripkökunámskeið hjá Sætum syndum og lærði að gera Dripköku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég geri svona köku og ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Ég lærði heilan helling á þessu námskeiði sem mun nýtast mér vel í bakstrinum í framtíðinni. Námskeiðið var sérstaklega skemmtilegt og sýnikennslan góð. Ég fékk margar fyrirspurnir út í námskeiðin en þau voru haldin núna í byrjun nóvember. Ég er viss um að það verði fleiri skemmtileg námskeið hjá Sætum syndum á nýju ári. Ég vona það allavega. Mig langar strax á annað námskeið!

Ég valdi auðvitað uppáhalds litina mína á kökuna.. bleikan og fjólubláan!

Ég vona að vikan ykkar verði góð :)

November 4, 2019

Lotto Open 2019

Í gær sýndi Ísabella mín dans á Lotto Open ásamt dansfélögum sínum úr DÍH. Hún stóð sig eins og hetja og mömmuhjartað var að springa úr stolti. Ísabella hefur verið að æfa dans í þónokkurn tíma núna og það er alltaf jafn mikil gleði í dansskólanum og greinilegt að kennararnir hafa mikla ástríðu fyrir starfinu sínu og vilja allt fyrir börnin gera. Ég mæli mikið með!

Ég lét sauma þennan fallega danskjól á hana og varð að deila með ykkur þessum krúttlegu myndum af fyrsta danskjólnum hennar.

Við bíðum spenntar eftir næstu danssýningu sem er jólasýning þann 15. desember með jólasveinum og öllu tilheyrandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð.

November 1, 2019

Nóvember & nýir skór

Í gær fór ég í Smáralind og fann þessa fallegu skó í Steinari Waage. Mig var lengi búið að langa í támjóa skó með stórum hæl en fann aldrei neina sem heilluðu mig nógu mikið fyrr en í gær. Þessir skór eru frá merkinu TAMARIZ en haust- og vetrarlínan þeirra er mjög elegant og höfðar sérstaklega vel til mín.

Skórnir passa vel við þykkar sokkabuxur og eru líka æði við leðurbuxur..

Ég elska svona details á flíkum og skóm..

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að nóvember sé loksins kominn. Mér finnst þessir síðustu tveir mánuðir ársins svo ótrúlega skemmtilegir og kósý!

Ég vona að þið eigið notalega helgi :)

October 23, 2019

Taco með bestu kóríandersósunni

Ég hef alltaf verið mikið fyrir mexíkóskan mat og sérstaklega eftir að ég fór til Mexíkó fyrir nokkrum árum síðan. Það er alveg sama hvaða mexíkóska rétt maður velur á veitingastað þeir eru allir góðir! Ég er nánast alltaf í stuði fyrir Taco og það verður seint þreytt að mínu mati. Kóríandersósan sem gerir útslagið er sérstaklega einföld og gerir þetta Taco miklu ferskara og bragðbetra. Hérna kemur mín aðferð :)

Allt sem þarf:

1 bakki nautahakk

Lambhagasalat

Rauð paprika

Gúrka

Mozzarellaostur frá Gott í matinn

Gróft salt, svartur pipar, taco krydd

Aðferð:

1. Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með grófu salti, svörtum pipar og taco kryddi.

2. Saxið rauðu paprikuna, gúrkuna og mozzarellaostinn mjög smátt og setjið í litlar skálar.

3. Hitið taco skeljarnar í örskamma stund og fyllið þær með lambhagasalati, nautahakki og grænmeti ásamt mozzarellaostinum.

4 Útbúið kóríandersósu og hellið ofan í skelina.

Kóríandersósa:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn

1/2 kreist lime

1/2 mjúkt avocado

1 bolli ferskt kóríander

Gróft salt + pipar

Aðferð:

Takið fram skál og hrærið saman sýrðum rjóma, 1/2 kreistu lime, 1/2 mjúku stöppuðu avocado ásamt mjög smátt söxuðu kóríander. Það er þægilegast og best að setja öll hráefnin í matvinnsluvél til þess að fá sósuna silkimjúka en alls ekki nauðsynlegt. Kryddið til með grófu salti og pipar.

Ég vona að þetta smakkist vel:)