ALAVIS
June 23, 2019

Ekki brenna í sólinni..

Eigum við eitthvað að ræða þetta geggjaða veður sem er búið að vera undanfarið. Ég er að elska þessa sól dag eftir dag. Núna er bara ein vika þangað til ég fer til Tenerife með vinkonu minni og stelpunum okkar. Eins og ég hef margoft sagt áður þá elska ég Tenerife og enda einhvern veginn alltaf þar aftur og aftur. Við Anna Ýr vinkona mín breyttum aðeins plönunum okkar og skiptum um hótel. Hótelið sem við verðum á heitir Hard Rock hótel og virkar eiginlega alveg geggjað af myndunum að dæma. Fyrir áhugasama set ég link af hótelinu hér. Í haust langar mig svo að prófa suður Frakkland eða fara aftur til Ítalíu. Skemmtilegir tímar framundan for sure!

Það eru flestir gráðugir í sólina eftir mikið sólarleysi síðustu mánuði. Því miður eru margir að brenna í allri þessari sól. Það er mjög mikilvægt að nota sólarvörn eins og allir vita. En það er ennþá mikilvægara að nota sólarvörn sem er laus við ofnæmisvaldandi eða hormónatruflandi efni. Neytendastofa noregs gerði könnun á 45 tegundum af sólarvörnum árið 2017 og aðeins 8 af þessum 45 sólarvörnum voru í lagi. Margar af þeim tegundum sem stóðust ekki prófið eru til sölu hérna á Íslandi. Just saying! Í rannsókninni voru einungis 3 tegundir af 13 í lagi fyrir börn þ.e.a.s. sem stóðust kröfur.

Hérna er listi yfir þær sólarvarnir sem eru í lagi. Notið aðeins þær sem eru með grænum broskarli :)

Ég get allavega mælt með Änglamark sólarvörninni sem fæst í Nettó. Það verður ekkert annað notað á mig og Ísabellu úti á Tenerife í júlí. Sólarvörnin er bæði til með SPF15 og SPF30. Ég vona að þið eigið góðan dag :)

June 13, 2019

I was made for sunny days..

Í gær myndaði ég fyrir spennandi verkefni sem kom upp hjá mér fyrir stuttu síðan. Það er svo fallegt að sjá þessar fjólubláu lúpínur setja svona mikinn svip á landslagið og skemmtilegt að taka myndir með þær í bakgrunn. Hérna eru nokkrar myndir úr tökunni í gær.

Það styttist í að ég fari erlendis í sólina en ég vona að þessir 18 dagar verði fljótir að líða! Ég hreinlega get varla beðið.

Veðrið er búið að vera yndislegt í júní og ég vona svo innilega að þetta haldi áfram!

April 29, 2019

There's Nothing Holdin' Me Back

Upp á síðkastið hef ég verið að taka mataræðið í gegn ásamt því að vera duglegri að hreyfa mig. Mig langar að komast í mitt besta form. Markmiðið er að styrkja mig og líta vel út í sumar. Að skrifa þetta hér setur enn meiri pressu á mig að standa mig vel og gefast ekki upp. Ég er loksins byrjuð að sjá smá árangur en þar sem ég er MJÖG óþolinmóð mætti þetta alveg gerast hraðar! :D

Það er Mid season sale og 30% afsláttur af völdum Nike vörum hjá Ellingsen þessa dagana. Þennan topp má meðal annars finna þar.

Í dag er ég í sumarskapi og ætla í samstarfi við Ellingsen að gleðja vinkonur og gefa Nike Metcon skópör.

Til að taka þátt þarf að:
➺ Fylgja @alavis.is og @ellingsen1916 á Instagram.

Ég dreg út tvær heppnar næstu helgi eða þann 5. maí.

Photo credit: Camilla Hólm

Load more posts
April 21, 2019

Páskar

Gleðilega páska! :) Í dag gerði ég gula páskaköku í tilefni dagsins sem bragðaðist ljómandi vel með kaffinu. Þessa páskana er ég stödd fyrir austan á Eskifirði. Hingað er alltaf gott að koma. Þessi helgi er búin að vera sérstaklega skemmtileg. Sólin var dugleg að láta sjá sig og það var fínasta skíðaveður. Við Ísabella nýttum það til hins ýtrasta og byrjuðum dagana snemma í barnabrekkunni í Oddskarði.

Uppskriftin af kökunni er tiltölulega einföld. Ég set hana inn hér neðar..

Botnar:

4 egg, 1 bolli sykur, 1/2 bolli hveiti, 2 msk kakó, 1 msk. kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft.

Aðferð:

1. Ofn hitaður í 180°C, ég nota blástur.

2. Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.

3. Þurrefnum blandað saman við með sleikju.

4. Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið við 180°C í 20 mínútur á blæstri.

Smjörkrem:

Á milli og ofan á kökuna..

500 g íslenskt smjör (við stofuhita)

1 pakki flórsykur

6 - 8 tsk vanilludropar

4 - 6 msk rjómi frá Gott í matinn (smekksatriði hvað fólk vill hafa kremið þykkt).

Gulur, rauður og blár matarlitur.

Aðferð:

1. Hrærið smjörið í hrærivél eða handþeytara þar til silkimjúkt.

2. Bætið flórsykrinum saman við.

3. Setjið vanilludropana ásamt rjómanum út í blönduna.

4. Matarlitirnir koma síðast.

Mér finnst best að hræra smjörkremið saman vel og lengi!

A.T.H. Til þess að fá ljósbleikan lit setti ég smá af rauðum lit út í hvítt smjörkremið, til þess að fá fjólutóna set ég pínulítið af bláum saman við. Til þess að setja gulan á milli og ofan á kökuna er best að gera alveg nýtt smjörkrem. Auðvitað er einnig hægt að smyrja kreminu á kökuna og setja t.d. bara dúllur hringinn. Þannig fer helmingi minna smjörkrem á kökuna og svo tekur það töluvert styttri tíma. Það kemur einnig vel út að hafa kökuna einlita og skreyta með páskaeggjum. Ég notaði M&M mini páskaegg sem eru virkilega bragðgóð. Á páskunum í fyrra gerði ég Páskamarengs og notaði þá mini páskaegg frá Cadbury. Þau eru einnig ótrúlega góð.

Ég vona að kakan smakkist vel og páskarnir séu ykkur ánægjulegir!

April 16, 2019

5 ára afmæli - part 2

Hérna koma nokkrar fleiri myndir úr afmælinu :)

Fallega stafakakan var frá Sætum syndum. Hægt er að fá stakan staf eða tvo stafi saman. Stafurinn er búinn til úr vanillu kexi og skreyttur með mascarpone rjómaostakremi, makkarónum, konfekti og marengstopppum. Hægt er að velja um mismundi fyllingar inn í stafinn en ég var með saltkaramellu sem var svakalega ljúffengt. Fæ vatn í munninn við tilhugsunina! :p

Elsku hjartað mitt!

Eftirréttir! :p

Við vinkonurnar að nota myndaboxið frá Selfie.is. Myndabox eru svo þægileg í allar veislur. Þau skapa skemmtilega stemmningu og góðar minningar. Þau eru einföld í notkun. Þú þarft einungis að ýta á einn takka til þess að taka mynd og hún birtist á skjánum. Hægt er að senda myndir beint með SMS eða tölvupósti úr myndaboxinu. Boxið sem ég hef verið með tvisvar sinnum heitir Klassíska boxið. Ástæðan fyrir því að ég vel það er sú að það er með 14″ snertiskjá, 24mp Canon DSLR myndavél og studíó ljósi.

Mamma mia!

Diskóþema!

Eins og ég sagði hér að neðan þá var þetta frábær dagur í alla staði. Vildi að ég gæti haldið afmæli oftar á ári!

April 15, 2019

5 ára afmæli - part 1

Á laugardaginn varð elsku Ísabella mín 5. ára og við héldum diskó afmæli sem var ótrúlega skemmtilegt. Veislan heppnaðist vel og gullið mitt var mjög ánægð með daginn. Ég tók nokkrar 5 ára myndir af henni sem verður nú gaman fyrir hana að skoða eftir 10 ár.

Ísabella hélt upp á afmælið sitt á leikskólanum á föstudaginn og hérna heima daginn eftir. Hún var búin að bíða eftir þessu í ansi langan tíma. Þegar veislan var búin spurði hún strax hvenær hún ætti næst afmæli! ;D

Börnin sátu öll saman og fengu pizzu og minihamborgara. Ég held að það sé alltaf jafn vinsælt í afmælum.

Allir sem hafa smakkað pizzurnar frá Blackbox vita hversu góðar þær eru. Ég var með "best of" pizzur frá þeim og sé ekki eftir því.

Diskó dúllan mín! <3

Síðustu ár hef ég verið með mini hamborgara frá American style. Mér finnst þeir sjúklega góðir og passlegir fyrir litla munna. Ég valdi beikonborgara, ostborgara og bernaise borgara.

Eftirréttirnir voru frá Sætum syndum. Þau gera einfaldlega flottustu og ljúffengustu kökur sem ég hef smakkað! Afmæliskakan var diskókaka sem Ísabella valdi sjálf. Við vorum einnig með kleinuhringi, stafaköku sem myndaði tölustafinn 5 og svo ávexti.

Mæðgur á afmælisdaginn sem var virkilega skemmtilegur í alla staði!

April 3, 2019

Morgunrútínan mín

Í dag langaði mig að segja ykkur frá snyrtivörunum Anglamark sem fást í verslunum Nettó og eru bæði umhverfisvænar og án ofnæmisvaldandi efna. Ég get ekki notað hvaða snyrtivörur sem er þar sem ég er með afar viðkvæma húð og get til dæmis bara notað lyktarlaus þvottaefni og alls ekki mýkingarefni. Ég er mjög spennt að prófa þessar vörur sérstaklega vegna þess að þær eru þær allra ódýrustu sem ég hef prófað auk þess að vera lífrænar.

Anglamark vörurnar eru svansvottaðar og þegar ég hugsa nánar út í það þá ætti enginn að nota neitt annað á húðina en svansvottaðar vörur. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf gert það og t.d. látið blekkjast af kremum með miklum ilm sem eru oftar en ekki slæm fyrir húðina þó svo þau ilmi vel í smá stund.

Þegar kemur að húðinni og morgunrútínunni minni þá byrja ég alltaf á heitri sturtu á hverjum einasta morgni. Mér finnst best að þrífa andlitið með mildri sápu í sturtunni og setja svo gott rakakrem eftir á. Ég er alfarið á móti því að nudda húðina mikið með bómull og þá sérstaklega ekki í kringum augun. Auðvitað er ekki nóg að hugsa bara vel um húðina heldur þarf maður líka að borða hollan mat og lifa heilbrigðu líferni. Ætli góður svefn sé ekki það allra besta fyrir húðina!

Ég hlakka til að prófa Anglamark vörurnar og segja ykkur hvað mér finnst :)

Vonandi eigið þið ljómandi góðan dag!