ALAVIS
January 20, 2019

Í garðinum

Ég elska að taka myndir í útlöndum þó svo ég hafi gert óvenju lítið af því í þessari ferð. Þar sem ég hef aðallega legið í afslöppun við sundlaugarbakkann og leikið við Ísabellu í barnaklúbbnum. Já og ekki má gleyma barnadiskótekunum á kvöldin. Hótelið sem við erum á er algjört æði. Ég get ekki dásamað það nógu mikið. Það er svo flott dagskrá hérna dag eftir dag og mikið lagt upp úr því að skemmta börnunum!

Það er svo fallegt að taka myndir í hótelgarðinum.

Ég borða vanalega ekki ís heima á Íslandi en þegar ég er á sólarströnd þá finnst mér ís óvenju góður!

Það er bara einfaldlega betri ís hérna heldur en heima. Þessi ísbúð er beint fyrir utan hótelið..

Það er ekki annað hægt en að brosa á svona góðviðris dögum!

Hasta luego! :)

January 19, 2019

Göngutúr meðfram strandlengjunni

Ég fór í góðan göngutúr meðfram strandlengjunni um daginn og tók nokkrar myndir af umhverfinu í leiðinni. Staðurinn á efstu myndinni heitir Papagayo Beach Club og er á amerísku ströndinni. Það er sérstaklega kósý að horfa á sólsetrið þarna á kvöldin.

Fallegasta svæðið hérna á Tenerife að mínu mati er svæðið í kringum Playa del Duque. Þar eru einnig góðir veitingastaðir og gaman að horfa á mannlífið á daginn og kvöldin.

Playa del Duque.

Veitingastaðurinn hægra megin við mig á myndinni heitir La Hacienda. Hann er mexíkóskur og ég get alveg mælt með honum. Hann er við hliðina á El Duque kastalanum.

Það styttist í heimför en ég frétti að það væri búið að snjóa töluvert mikið. Ég hlakka til að komast á skíði. Vonandi eruð þið að njóta helgarinnar. Þangað til næst..

January 12, 2019

Costa Adeje

Í dag er fjórði dagurinn okkar að byrja hérna á Tenerife. Ég er búin að koma svo oft hingað að ég man ekki einu sinni lengur í hvaða skipti þetta er. Ég elska Tenerife. Hér er allt til alls þegar fólk er með litla prakkara. Að vera hér er góð tilbreyting frá kuldanum þó svo að Ísland sé alltaf langbest! Við erum sem sagt á hóteli sem heitir Iberostar Anthelia og er staðsett við ströndina á Costa Adeje. Þetta hótel er yndislegt í alla staði og sérstakleg barnvænt. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá fyrstu dögunum okkar hérna í sólinni.

Fallega Ísabella mín að njóta sín í sólinni..

Fimleika stelpa..

Alltaf stuð hjá henni!

Í dag er nóg um að vera. Fyrst er það auðvitað góði morgunmaturinn hérna á hótelinu, næst ætlum við að kíkja á markað sem er á laugardögum hérna í Adeje. Á óskalistanum eftir það er sólbað við sundlaugarbakkann, taka myndir fyrir bloggið og borða góðan kvöldmat. Ég er svo að vonast eftir einhverju góðu show-i hérna á hótelinu í kvöld. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Ég vona að þið eigið góða helgi!

Load more posts
September 27, 2018

VLOG frá Ítalíuferðinni minni

Í dag langaði mig að sýna ykkur videobloggið sem ég tók úti á Ítalíu. Í ferðinni heimsótti ég Lignano, Bibione og Venice. Á næstunni mun Heimsferðir opna fyrir sölu á þennan fallega og fjölskylduvæna áfangastað sem ég heimsótti í september.

September 13, 2018

Lignano á Ítalíu

Í sumar byrjuðu Heimsferðir að bjóða íslendingum upp á nýjan áfangastað á Ítalíu sem heitir Lignano Sabbiadoro. Ég hef komið til Mílanó og Rómar en aldrei á þessar slóðir áður. Þess vegna var ég mjög spennt að skoða og upplifa þennan nýja áfangastað Heimsferða á Ítalíu. Ég var á hóteli sem heitir Florida og er alveg við ströndina sem var mikill kostur. Lignano er sérstaklega fjölskylduvænn staður og hef ég til dæmis aldrei séð jafn mikið af leiktækjum fyrir börn á ströndinni eins og í Lignano. Það er örstutt að fara í fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu s.s. glæsilegan vatnsrennibrautagarð, tívolí og dýragarð svo eitthvað sé nefnt. Ég er svo sannarlega búin að ákveða að fara aftur þangað út sem allra fyrst. Enda var þetta ógleymanleg ferð. Það var mikill kostur að flugið var stutt og þægilegt eða u.þ.b. 4 klst. Veitingastaðirnir í Lignano eru mjög fjölbreyttir, fínir og snyrtilegir. Ég hef alltaf verið mikið fyrir ítalskan mat og hann stóð vel fyrir sínu. Verslunargatan í Lignano er risastór með mikið af fallegum verslunum með fjölbreyttu úrvali.
STUTT FRÁ LIGNANO ER BIBIONE. ÞAR ERU ENNÞÁ FLEIRI VERSLANIR OG VEITINGASTAÐIR ÁSAMT SKEMMTILEGRI STRÖND.
Þessi fallegi staður í Lignano heitir Sabbiadoro Beach Bar & Restaurant. Hann er nánast á ströndinni og þarna er mikið líf og fjör yfir daginn.
Á verslunargötunni í Lignano er stór og flott hringekja. Sú allra flottasta sem ég hef séð. éG SKELLTI MÉR Í HANA MEÐ ÖLLUM BÖRNUNUM!! :D
Ströndin í Lignano er mjög fjölskylduvæn. Það er aðgrunnt við ströndina sem hentar vel fyrir litla fætur. Það er mikil gæsla á ströndinni og allt tandurhreint og fínt.
Eins og sést á þessari mynd er ströndin ansi löng og breið.
Ef einhver er að hugsa um að skella sér í frí til Lignano næsta sumar þá get ég svo sannarlega mælt með bæði Lignano og Bibione. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

ef einhverjar spurningar vakna þá er alltaf velkomið að senda mér línu á netfangið mitt: alavis@alavis.is

hér er hægt að lesa meira um LIGNANO OG BIBIONE og bóka ferð hjá heimsferðum.

Ég vona að þið eigið góðan dag:)
September 12, 2018

Feneyjar

Á mánudaginn kom ég heim frá Ítalíu eftir stórskemmtilega tíu daga ferð. Ég og vinkona mín vorum á hóteli í Lignano og kíktum líka mikið yfir til Bibione sem er örstutt frá. Við fórum einnig í dagsferð til Feneyja sem var ógleymanleg upplifun.
Ég var auðvitað búin að sjá ótal fallegar myndir af Feneyjum áður en ég kom þangað og þess vegna var sérstaklega skemmtilegt að sjá borgina með eigin augum. Feneyjar eru hvað frægastar fyrir gondólana sem er róið um síkin með ferðamenn frá öllum heimshornum. Í hjarta Feneyja er svo Markúsartorg með Markúsarkirkju og skammt frá er Hertogahöllin.
Það er algjört must að fara í svona taxi boat niður Canal Grande.
Það var líka mjög gaman að prófa gondóla.
Það er alveg á hreinu að það er nóg að skoða í Feneyjum. Heimsferðir bjóða upp á dagsferðir þangað bæði frá Lignano og Bibione. Það er vel þess virði og ég mæli mikið með að skella sér í dagsferð til feneyja!
August 26, 2018

Italy

Á föstudaginn er ég að fara í ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Ég er að fara til strandbæjarins Lignano á Ítalíu en þar má finna ekta ítalska stemningu og gylltar strendur. Lignano er í um 40 mínútna akstri frá Trieste með beinu flugi Heimsferða frá Íslandi. Lignano er fullominn áfangastaður fyrir pör, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Það sem einkennir Lignano er fágað andrúmsloft, slökun og falleg náttúra. Þar má að sjálfsögðu finna ekta ítalska veitingastaði, verslunargötu og kaffihús. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í Lignano teygir breið ströndin sig marga kílómetra. Hvert hótel er með sitt strandsvæði þar sem gestir hótelsins fá sólbekki og sólhlífar úthlutað meðan á dvöl þeirra stendur. Þjónusta við gesti í Lignano er framúrskarandi þar sem heilu fjölskyldurnar vinna við að þjónusta gesti með fjölbreyttum hætti.

Fyrir yngri kynslóðina er nóg um að vera en á svæðinu og þar í kring er að finna yfir 5 ólíka skemmtigarða. Aquasplash vatnsrennibrautagarðurinn er fyrsti sinnar tegundar á ítalíu og þar við hliðina á er sædýrasafnið Gulliverlandia

Dýragarðurinn Parco Zoo Punta Verde er líka ómissandi með yfir 1.000 dýrum af 150 ólíkum uppruna frá öllum heimshornum. Í hjarta Lignano eru svo leikvæðin Parco Junior og skemmtigarðurinn Strabilia.

Í þessari ferð ætla ég að taka video blog (vlog). Ég fór og keypti M50 myndavél í Reykjavík Foto sem er sérstaklega góð til þess að taka upp video. Vélin er lítil og nett auk þess sem hún tekur upp í 4K sem er mjög mikill kostur. Ég hlakka mikið til að prófa hana úti og sýna ykkur myndir og video úr ferðinni.

Staðirnir sem ég ætla að skoða í ferðinni auk Lignano eru Bibione, Feneyjar og Gardavatnið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt en ég ætla reyna setja inn efni á hverjum degi á meðan ég er úti.

Eins og gefur að skilja er ég orðin ótrúlega spennt að fara í þessa ferð með vinkonu minni í 10 daga. Ég hef heyrt og séð svo marga góða hluti um þetta svæði á Ítalíu þannig það verður yndislegt að upplifa þetta og sjá með eigin augum.

Mig hefur alltaf dreymt um Feneyjar og Gardavatnið. Það vill svo skemmtilega til að þetta er allt stutt frá Lignano! :) Ég hlakka til að sýna ykkur myndir úr ferðinni. Eigið góðan dag!

August 5, 2018

Mallorca part 2

Í dag er síðasti dagurinn okkar mömmu hérna á Mallorca. Við erum búnar að hafa það virkilega notalegt hérna úti en erum alveg tilbúnar að fara heim. ég Hlakka svo mikið til að hitta fallega gullið mitt! Mikið verður það nú gott. Búin að sakna hennar ótrúlega mikið. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni. það er sérstaklega myndvænt hérna á eyjunni enda þvílík náttúrufegurð og strendurnar gullfallegar!
Ef ég ætlaði að senda einhverjum bréf þá væri þetta póstkortið frá Mallorca!
Mamma sæta <3
Við kíktum til Palma í einn dag. Það var mjög líflegt og skemmtilegt. Fínt að versla þar líka! ÞAÐ SEM MÉR FANNST ÁHUGAVERT AÐ SKOÐA Í PALMA VAR KIRKJAN OG GÖNGUGATAN PASSEIG DEL BORN.
Þarna sátum við mamma stundum á kvöldin og spjölluðum um daginn og veginn! Virkilega kósý og nauðsynlegt að eiga quality time með mömmu sinni. Mæli með því:)

Ég kveð að sinni..
vonandi eigið þið góðan sunnudag!
July 31, 2018

Mallorca

Á sunnudaginn flugum við mamma til Mallorca og ætlum að vera hérna í sólinni í eina viku í tilefni þess að við eigum báðar afmæli í vikunni. Mamma átti afmæli í gær 30. júlí og ég í dag 31. júlí. Síðan við lentum er búið að vera svakalega heitt. Ég er algjört hitabeltisdýr þannig þetta hentar mér vel en mömmu finnst þetta næstum því of heitt!:) Við erum búnar að skoða heilan helling á tveimur dögum. Það er einstaklega fallegt hérna á Mallorca og ég er að hugsa um að koma hingað aftur á næsta ári.
Ég er búin að fá svo margar spurningar á Instagram út í nafnið á hótelinu sem við erum á. Það heitir Senses Palmanova.
ÉG GET ALVEG MÆLT MEÐ þessu hóteli. Það er bæði FALLEGT, STUTT FRÁ STRÖNDINNI, SNYRTILEGT OG MEÐ SKEMMTILEGU STARFSFÓLKI.
Ég tók þessa mynd af mömmu í gær á afmælisdaginn hennar. Hún er orðin 58 ára takk fyrir en mér finnst hún líta út fyrir að vera 48. Hún er best allra <3
Þessi strönd er beint fyrir neðan hótelið okkar og það er ekkert leiðinlegt að horfa út á sjó þegar ég vakna á morgnana.
Það er alltaf mikil stemmning á ströndinni. Mikið mannlíf og fallegir bátar út um allt. Já og ég tala nú ekki um fallegu snekkjurnar!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Núna er ég farin að njóta afmælisdagsins! 
Þeir sem vilja fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt. 
Hafið það gott.. þangað til næst!:)
June 1, 2018

Myndir frá Tene

Ég tók alveg slatta af myndum úti á Tenerife og þar á meðal af Ísabellu minni. Ég hef ekki ennþá haft tíma til þess að fara í gegnum allar myndirnar en vonandi næ ég að klára það um helgina. Annars er nóg um að vera á morgun og á sunnudaginn. Ballettæfing, ferð í Húsdýragarðinn og 1. árs afmæli hjá einum litlum krúttprins.
Þessi kerra var mikið notuð í ferðinni en hún hentar sérstaklega vel fyrir eldri börn eða alveg upp í 25 kg. Kerran sem Ísabella átti síðast var orðin allt of lítil fyrir hana þannig ég fór að hugsa hvort hún væri orðin of stór fyrir kerru. Það var ekki tilfellið heldur þurfti hún bara öðruvísi kerru. Ég gæti ekki verið ánægðari með nýju kerruna sem er einstaklega lipur. Eftir að hafa prófað hana verður erfitt að finna einhverja betri, ef það er þá hægt! Kerran er aðeins 9.9kg og það er hægt að læsa framhjólinu sem getur komið sér einstaklega vel. Einn stór plús við kerruna er bremsan á handfanginu. Mér finnst þvílíkur munur að hafa handbremsu þegar ég fer niður brekku svo ég þurfi ekki að halda við kerruna með öllu afli. Ég skil ekki hvers vegna allar kerrur eru ekki með handbremsu. Annar stór plús við kerruna er skyggnið sem leggst nánast alveg niður og veitir góða vörn fyrir sólinni. Það er eitthvað sem ætti líka að vera hægt á öllum kerrum en ekki hálfa leið. Enda ekkert sérstaklega þægilegt fyrir börn að vera sofandi með sterka sól í augun.

Kerran fæst í Ólavíu og Oliver og heitir Book cross.
ÍSABELLA SKEMMTI SÉR MJÖG VEL Í FERÐINNI OG EIGNAÐIST NÝJA VINKONU FRÁ HOLLANDI. ÞÆR REDDUÐU SÉR ALVEG Á ENSKU SEM VAR VIRKILEGA KRÚTTLEGT AÐ FYLGJAST MEÐ.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Vonandi verður helgin ykkar góð!
May 21, 2018

Sumarið á Tenerife - Gjafaleikur

Núna er þessi tveggja vikna sólarlandaferð á enda og við komin aftur heim til Íslands. Í dag langaði mig að deila nokkrum myndum frá því um helgina en við tókum þær við hliðina á kastalanum á Playa del Duque ströndinni.
My beauty!! <3
Áður en ég fór út til Tenerife fékk ég þessar fallegu perlur frá Majorica að gjöf en þær fást í versluninni Úr & Gull í Hafnarfirði og verslunum Meba (Kringlunni og Smáralind). Mér finnst perlur alltaf gera mann svo fínan en Majorica perlur eru eins og nafnið gefur til kynna spænskar og framleiddar á eyjunni Mallorca. Þær hafa verið leiðandi vara á spænska perlu- og skartgripamarkaðnum um árabil. Majorica perlur eru einstaklega sparilegar og tilvalið brúðarskart.
Ég fékk einnig nýja sumarilminn frá BonBon að gjöf fyrir ferðina en ég notaði hann daglega á meðan ég var úti. Ég er rosalega picky þegar kemur að ilmvötnum og hef í mörg ár einungis notað tvö ilmvötn til skiptanna. Ég get með sanni sagt að þessi ilmur frá BonBon er ótrúlega góður og eflaust margir sem eru sammála mér þar.
Besti félagsskapurinn!! <3
Majorica hálsfestin var mikið notuð í ferðinni!
Í samstarfi við Meba og Terma ætla ég að gleðja tvo lesendur og gefa sitthvort settið af Majorica skarti eins og ég er með á myndunum hér að ofan (hálsfesti, armband & eyrnalokkar). í báðum pökkunum leynist einnig dásamlegur sumarilmur frá Bonbon. Vinningshafar verða dregnir út næstu helgi og tilkynni ég nöfn þeirra hér á blogginu.

Leikurinn fer fram á Facebooksíðu Alavis.is

Uppfært: Ég er búin að draga út vinningshafa í leiknum og þær heppnu að þessu sinni eru Ester Ýr Jónsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Innilega til hamingju. Þið fáið send skilaboð frá mér.
May 17, 2018

Við erum á Tenerife

Ég ákvað að skella í eina stutta bloggfærslu héðan frá Tenerife. Þetta er þriðja árið í röð sem ég fer til Tenerife í maí og mér finnst frábært að fara á þessum tíma árs til þess að lengja sumarið heima á Íslandi. Það jafnast samt ekkert á við gott íslenskt sumar!! Við erum búin að vera heppin með veður og þá sérstaklega þessa vikuna.
Ísabella er að skemmta sér mjög vel hérna úti og vil helst vera í sundlauginni allan sólarhringinn. Hótelið sem við erum á heitir Iberostar Anthelia og er staðsett á Adeje. Þetta er klárlega besta hótelið sem ég hef prófað á eyjunni og einstaklega vel staðsett. Á hverjum degi er skemmtileg dagskrá fyrir börnin og á kvöldin er diskó fyrir þau. Eftir barnaskemmtunina byrjar svo mismunandi show fyrir fullorðna fólkið!
Hótelgarðurinn er ótrúlega fallegur og er alveg upp við Playa del Duque ströndina.
Þessi barnasundlaug er inni í garðinum þar sem barnaklúbburinn er.
Gullið mitt!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Geri aðra bloggfærslu þegar ég hef meiri tíma:) Ég vona að þið eigið góðan fimmtudag!
April 4, 2018

Páskafrí

Í gær komum við heim eftir frábært páskafrí á Eskifirði. Ég var búin að þrá að komast út á land í heimsókn til ömmu og afa og óskaði þess að fá gott veður til þess að komast á skíði. Ferðin byrjaði á Akureyri í Hlíðarfjalli en þar var glampandi sól og algjör skíðaparadís! Næst lá leiðin til Eskifjarðar og þá hélt góða veðrið áfram sem var þvílík heppni.
Þessar myndir voru teknar í Oddskarði á Páskadag í yndislegu veðri. Þetta var svo endurnærandi og skemmtilegt!
Ísabella mín í svaka stuði!
Ísabella og mamma í góðum gír..
Ég fékk margar fyrirspurnir á Instagram út í þessa húfu sem Ísabella var með nánast alla páskana. En húfuna fékk Ísabella að gjöf frá Camillu vinkonu minni en hún hannar dásamlega fallegar húfur og lambhúshettur fyrir börn á öllum aldri undir merkinu Krílaprjál. Húfan er ull að utan og flísfóðruð að innan. Ullin er þæfð þannig hún stingur ekki húðina eins og venjuleg ull. Húfurnar eru ótrúlega hlýjar og góðar auk þess að vera gullfallegar.
Skíðagleraugun sem ég er með á myndunum fékk ég að gjöf frá versluninni Eyesland.

Á skíðum skiptir miklu máli að umgjörðin á skíðagleraugunum loki vel og hlífi augunum fyrir birtu og mismunandi veðri. Hún þarf að sitja þétt, vera með góða loftun og best ef linsan er með móðuvörn. Teygjan þarf að vera stillanleg og gott er að hún sé með silikon að innan svo skíðagleraugun haldist vel á sínum stað. Redbull Racing skíðagleraugun hafa alla þessa eiginleika auk þess að vera með hágæða Zeiss linsu sem er snilld.!

Liturinn á linsunni hentar vel íslenskum aðstæðum og eykur skerpu á litum og útlínum í umhverfinu. Það er óhætt að segja að Redbull Racing skíðagleraugun sameini í senn töff útlit með framúrskarandi hönunnun og eiginleikum fyrir íslenskar aðstæður.
Ég sakna strax Eskifjarðar og stefni á að fara aftur þangað í sumar! :)

Ég vona að þið eigið góðan dag.
March 20, 2018

Páskaleikur

Ég ætla að gefa heppnum lesanda glæsilegt gjafabréf núna í aðdraganda páskanna á Hótel Húsafell. Það er yndislegt að vera á Húsafelli með fjölskyldu og vinum enda nóg um að vera. Hvort sem þig langar að fara í göngu- eða hjólatúr, hraun- eða íshelli, sund, golf eða bara njóta náttúrunnar þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Góður matur, drykkur, þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund á veitingastað Hótel Húsafells.

Gjafabréfið inniheldur:

➺ Deluxe herbergi í eina nótt fyrir 2

➺ Fimm rétta veislu á veitingastað hótelsins

➺ "Welcome" drykk á nýju barsvæði hótelsins

➺ Aðgang að sundlauginni

➺ Morgunverðarhlaðborð

Eina sem þarf að gera til þess að eiga möguleika á þessari glæsilegu gjöf er að: 

Fylgja Alavis.is á Instagram

Fylgja Hótel Húsafelli á Instagram.

Merkja þann sem þú vilt bjóða með þér á Instagramsíðu Alavis.is

Hægt er að auka vinningslíkur með því að merkja fleiri en einn. Því fleiri merkingar þeim mun meiri vinningslíkur.

Húsafell er nýbúið að gefa út glæsilegt gönguleiðakort með 10 merktum leiðum um náttúru Húsafells. Á kortinu má sjá lengd og erfiðleikastig gönguleiðanna sem gagnlegt er að skoða við val á gönguleið.

Í nágrenninu eru fallegustu fossar landsins. Hraunfossar!

Það er notalegt að sitja á veröndinni fyrir utan hótelið og njóta útsýnisins og hreina loftsins.

Það er alltaf gaman að fara í sund og sérstaklega slakandi að skreppa í pottinn rétt fyrir svefninn.

Væri ekki notalegt að skella sér rétt fyrir utan Reykjavík í smá frí og slökun?

Glæsilegur veitingastaður með stórkostlegu útsýni yfir fjallahringinn á Húsafelli.

Hótel Húsafell var valið einn af gististöðum „National Geographic Unique Lodges of the World“. Hótelið er það fyrsta á Norðurlöndum sem hlotnast þessi heiður en hótelin á lista National Geographic eru sögð eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á sjálfbærni, góða þjónustu við gesti og að vera umvafin stórbrotinni náttúru. Þá eiga þau það jafnframt sammerkt að vera á „einstökum stöðum í heiminum þar sem gestir geta átt ógleymanlega upplifun í faðmi náttúru og sögu staðarins.

March 14, 2018

London

Í dag langaði mig að sýna ykkur nokkrar myndir frá London. Það er sko nóg um að vera í þessari líflegu borg og iðandi mannlíf alla daga. Það er sérstaklega gaman að versla í London og veitingastaðirnir eru hver öðrum betri.
Það eru mörg skemmtileg kaffihús í London. Eitt það vinsælasta er Peggy Porschen cakes sem er svona stelpulegt kaffihús í pastel litum. Kökurnar eru ljúffengar og umhverfið notalegt. Þetta er sérstaklega sniðugt concept hjá þeim þar sem 90% af fólkinu sem heimsækir staðinn tekur mynd af sér og deilir á samfélagsmiðlum.
Framsetningin hjá Peggy Porschen er mjög flott! Allt fallega skreytt og skemmtileg stemmning. Ég væri alveg til í að hafa svona kaffihús á íslandi..
Mér fannst þessi kaka eiginlega best. Hún er fersk og góð með sítrónubragði..
Ég fékk nokkrar fyrirspurnir út í kápuna þegar ég sýndi hana á Instastory en ég keypti hana í Ted Baker í London. Ég mæli með þessari verslun fyrir þá sem eru í búðarrápi og langar í eitthvað sparilegt og kvenlegt..
Ég er búin að versla alveg slatta í ferðinni og sem betur fer er ég að fara heim í dag. Annars þyrfti ég að kaupa auka tösku nr. 2! Ég verslaði meðal annars þennan jakka, töskuna, beltið og skóna..
Ég held að ég verði að heimsækja London sem allra fyrst aftur..
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.. núna þarf ég að drífa mig út á flugvöll og fara heim!:) Ég hlakka svo til að komast heim og knúsa gullið mitt. Það verður svo gott <3
July 11, 2017

LORO PARQUE

Ég fann loksins tíma til þess að skoða myndirnar frá síðasta deginum okkar á Tenerife. Síðan ég kom heim er búið að vera nóg að gera.Ísabella fékk alveg að ráða hvað yrði gert þennan dag og hún vildi fara aftur í Loro Park:) Þessi dýragarður er í Puerto de la Cruzen hann er alveg risa, risa stór. Í honum er hægt að sjá höfrunga, mörgæsir og háhyrninga svo eitthvað sé nefnt. Þarna er einnigleiksvæði fyrir börn og þau geta fengið andlitsmálningu sem er alltaf jafn mikið sport hjá minni dömu!
Fallega mín.
Hún vildi vera fiðrildi..
Mæðgur..
Mörgæsir eru svo krúttlegar..
Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað höfrungar eru greindar skepnur!Ég gleymi aldrei hversu skemmtilegt það var að synda með þeim í Mexíkó.
Marglyttur eru alveg mögnuð fyrirbæri verð ég nú að segja!!
Dýrmætar minningar með ástinni minni <3
July 3, 2017

SÍÐUSTU DAGAR

Það er búið að vera virkilega notalegt að vera hérna í sólinni en núna er ég farin að sakna Íslands. Við förum heim á miðvikudaginn og ég hlakka mikið til. Það er alltaf svo gott að koma heim. Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu dögum:)
Núna erum við á leiðinni í höfuðborgina og svo í Loro Parque með Ísabellu:)

Ég vona að vikan ykkar verði góð!
June 28, 2017

SUMARFRÍIÐ OKKAR 2017

Við erum  að skemmta okkur ótrúlega vel hérna á Tenerife! enda ekki annað hægt í þessu góða veðri! Í gær fórum við á ströndinaen ég held að Ísabella hafi sjaldan skemmt sér jafn vel. Seinna um daginn fórum við í Monkey Park sem er einn uppáhalds garðurinnokkar hérna, m.a. vegna þess að það er hægt að komast í svo mikið návígi við apana og einnig halda á stórum páfagaukum. Hérna erunokkrar myndir af fyrstu dögunum okkar í ferðinni. Það er búin að vera mjög skemmtileg dagskrá hjá okkur í þessu blíðskaparveðri.
Like Mother, Like Daughter.
Ég og Ísabella í Tívolítækjunum í Siam Mall:)
Í Siam Mall er mjög flott leiksvæði fyrir börnin og meira að segja alvöru barnalest og tívolítæki!
Göngutúr meðfram ströndinni!
Ég hef aldrei verið hérna á Tenerife áður í svona miklum hita!
Hjartagullið mitt!
Monkey Park..
Ég elska svipinn á Ísabellu. Henni fannst þetta æði!
Núna erum við farin út að gera eitthvað skemmtilegt. Þangað til næst ;*
June 14, 2017

PLAYA DEL DUQUE TENERIFE

Á mánudaginn fórum við Brynja vinkona mín á ströndina Playa del Duque á Tenerife. Þessi strönd er mjög snyrtileg en hún er í bænum Adeje.Við skoðuðum einnig El Duque kastalann en það er ótrúlega fallegt þar í kring & gaman að taka myndir. Ég mæli mikið með að kíkja þangaðef einhver er á leiðinni til Tenerife.
Það var svo geggjað veður þennan dag & endalaust gaman! Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi!
Ströndin!
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! 
Vonandi eruð þið að njóta sumarsins í botn!
June 7, 2017

TENERIFE

Í gær flaug ég til Tenerife að heimsækja vinkonu mína í eina viku. Það er yndislegt að vera á þessari eyju & í dag var hitinn vel yfir 20°C.Það er frábær veðurspá næstu daga & á morgun ætlum við að kíkja á ströndina. Mér finnst ótrúlega notalegt að flatmaga á ströndinni,hlusta á þægilega tónlist & horfa á mannlífið! Það er frekar skrýtið að vera svona barnlaus & hafa allan heimsins tíma fyrir mig. Þóað það sé alveg gaman að fá “my time” þá finnst mér eins & það vanti eitthvað! Sakna Ísabellu minnar svo óendanlega mikið nú þegar!
Sumarið er svo sannarlega tíminn!
Í dag ætla ég í samstarfi við Freebra of Sweden að gleðja 3 lesendur & gefa Freebra brjóstahaldara. Ég hef átt Freebra frá því merkið komfyrst til Íslands en ég nota þetta mikið undir sumarkjóla & toppa. Þetta gefur líka fína fyllingu.. ekki veitir af eftir 22 mánaða brjóstagjöf ;D
Til þess að taka þátt í leiknum þarf að fara inn á Facebooksíðu Alavis.is. Ég dreg út 3 vinningshafa á laugardaginn.
May 1, 2017

LONDON

Eldsnemma á föstudagsmorgun fór ég til London með vinkonum mínum þar sem við eyddum helginni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef komiðþangað fyrir utan að millilenda þar nokkrum sinnum. Ég var ekki með neinar væntingar til borgarinnar áður en ég fór út & þess vegna komLondon alveg virkilega skemmtilega á óvart. Topp 3 skemmtilegustu borgirnar mínar í Evrópu hingað til hafa verið Barcelona, París & Róm enLondon kemur klárlega mjög sterk inn. Ég ætla að fara aftur þangað sem allra, allra fyrst. Flugið er líka passlega langt eða 2,5 klst.
Það sem mér fannst skemmtilegast að skoða í ferðinni var Notting Hill, Big Ben, Oxford street & London Eye.
Við vorum sérstaklega heppnar með veður í ferðinni. Það er allt orðið grænt í London þannig við vorum í algjörum sumarfíling!
Það var alveg ótrúlega gaman í þessari ferð!
Ef þið getið bent mér á fleiri skemmtilega staði í London heldur en þá sem koma fram í færslunni þá megið þið endilega senda mér línu:)Það væri gaman að kíkja á þá í næstu ferð.
Það eru óteljandi veitingastaðir í London. Ég elska að borða góðan mat & prófa eitthvað nýtt.Við fórum á veitingastað sem Gordon Ramsay á. Hann heitir Heddon street kitchen & var mjög kósý.
Við stelpurnar að skemmta okkur vel & njóta lífsins:)
Við fórum með Gamanferðum til London en þeir eru með allskonar ferðir í boði eins & borgarferðir, íþróttaferðir & tónleikaferðirsvo eitthvað sé nefnt. En það er hægt að kynna sér allt um ferðirnar þeirra inni á gaman.is
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! Ég vona að þið eigið góðan dag:)
March 26, 2017

MILAN & ROME

Það er búið að vera virkilega skemmtilegt að skoða Mílanó & Róm síðustu daga. Ég held að það sé ekki annað hægt en að elska Ítalíu.Fólkið, maturinn, tískan & umhverfið… mamamia! Í gær fórum við Unnar að skoða allt það helsta hérna í Róm en mér finnst þessi borgsérstaklega heillandi & rómantísk. Ég get svo sannarlega mælt með henni. Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Vatíkanið..
Torgið hjá spænsku tröppunum..
Navigli í Mílanó..
VIÐ FÓRUM Í PALAZZO PARIGI SPA ÁÐUR EN VIРFLUGUM FRÁ MÍLANÓ YFIR TIL RÓM. ÉG VERÐ AÐ MÆLA MEÐ ÞESSUM STAÐ EF EINHVER ER Á LEIÐINNI TIL MÍLANÓ. ÞETTA ER HEAVEN ON EARTH & YNDISLEGT Í ALLA STAÐI.
ÞETTA SPA ER ÞAÐ FLOTTASTA SEM ÉG HEF KOMIÐ Í. ÞEGAR VIÐ KOMUM INN VAR OKKUR BOÐIÐ UPP Á ENGIFER TE & BESTU ÞURRKUÐU ÁVEXTI SEM ÉG HEF Á ÆVI MINNI SMAKKAÐ. ÞETTA VAR ÞURRKAÐUR ANANAS, MANDARÍNUR & FERSKJUR SEM VAR ALVEG EINS & HLAUP.. BARA MÝKRA, HOLLARA & MIKLU BETRA. MATURINN HÉRNA ER SVOOO GÓÐUR!!
Við fengum þetta herbergi út af fyrir okkur.. ótrúlega kósý!
VIÐ FENGUM GUÐDÓMLEGT NUDD & SKRÚBBMEÐFERÐ. ÉG GÆTI VEL HUGSAÐ MÉR AÐ BYRJA ALLA DAGA SVONA! OHH HVAÐ ÞAÐ VÆRI NICE!
Á morgun fljúgum við heim til Íslands en ég hlakka svo mikið til að komast í mitt rúm!:)
January 8, 2017

SÍÐUSTU DAGARNIR Á TENERIFE

Þá erum við komin heim eftir frábæra ferð til Tenerife. Ég verð að viðurkenna að ég var komin með pínu heimþrá undir lokin:) Það er alltaf svo gott að koma heim en hérna eru nokkrar myndir af síðustu dögunum okkar í sólinni..
Við keyrðum í höfuðborgina einn daginn til þess að breyta til. Santa Cruz var allt öðruvísi en ég hélt!
Alltaf gaman með hjartagullinu mínu sem ég elska meira en allt í heiminum <3
Þegar við vorum að ganga meðfram ströndinni heyrðist svaka flottur trommusláttur. Það voru þessir strákar að dansa & gera æfingar sem voru alveg á öðru leveli! 
Gott að setjast niður eftir langan dag & fá sér pizzu!
Ástin mín að njóta sín. Elska hana svo mikið!
Ég vona að þið eigið ljómandi fínt sunnudagskvöld..
January 4, 2017

2017

Gleðilegt nýtt ár ;* Ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel um áramótin & að 2017 verði fullt af gleði, ást & góðri heilsu.Gamlárskvöld var bara fínt í alla staði en í stað þess að horfa á eitthvað show hérna á hótelinu þá fór ég upp á hótelherbergiað horfa á áramótaskaupið. Það var ekki alveg minn húmor en samt alveg ágætt! Nýja árið byrjar vel & við erum búin aðbralla margt skemmtilegt síðustu daga. Hérna eru nokkrar myndir af því sem við höfum verið að gera:)

Þessi fallegi páfagaukur kom í heimsókn í sundlaugargarðinn.

Ísabella var mjög spennt fyrir þessu:)

Ég & Ísabella mín að njóta sólarinnar!

Fallegust <3

Elska þig!

Í barnalauginni..

Í gær fórum við á ströndina..

og fengum okkur ís..

Það styttist í að við förum heim en það eru bara 4 dagar eftir með deginum í dag! Eins gott að nýta þá vel:)

Ég vona að þið eigið góðan dag!

May 14, 2016

Fleiri myndir frá Tenerife

Hérna eru nokkrar fleiri myndir af sumarfríinu okkar á Tenerife:)

Það er svo notalegt að vera hérna í sól og hita!

Hjartagullið mitt!

Alltaf gaman í Siam Mall:)

Sérstaklega á leiksvæðinu!

Það var brjálað að gera hjá Ísabellu á ströndinni að setja sand ofan í fötuna, ná í vatn & hella úr.Þetta var endurtekið sirka 100 sinnum & svo steinsofnaði hún eftir allt fjörið!

Sumarlega blómabandið hennar Ísabellu er frá Krílaprjál & er sérstaklega krúttlegt

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni! Ég vona að þið eigið góðan dag:)

May 13, 2016

SUMARFRÍIÐ OKKAR Á TENERIFE

Það er búið að vera ótrúlega ljúft að vera hérna á Tenerife & skemmtileg dagskrá á hverjum degi hjá okkur mæðgum. Við erum búnar að fara í dýragarðinn, leika á ströndinni, rölta um í hitanum & fá okkur ís, svo e-ð sé nefnt.

Ísabella segir HOLA við alla sem hún hittir.. það er einum of fyndið! Henni finnst sérstaklega gaman að leika á ströndinni.

Ég gladdist mikið þegar ég frétti að WOW air væri byrjað að fljúga frá Íslandi til Tenerife. WOW air býður lægsta verðið & þar sem flugmiðinn hjá þeim kostar minna getur maður farið oftar erlendis:)

Ísabella með ömmu sinni <3 Þær eru bestu vinkonur!

Kósý að sitja í kerrunni & horfa á lífið:) Kerran er létt & þægileg sem hentar vel í útlöndum en hún fæst hjá I am Happy.

Jarðarberjaís er í miklu uppáhaldi hjá minni.. hún er alveg með það á hreinu hvað hann kostar marga peninga!

Nammi namm.. svo gott!

Á morgun ætla ég að setja inn fleiri myndir úr ferðinni:) Þangað til næst.

May 6, 2016

TENERIFE

Ég hlakka svo mikið til á morgun en þá erum við mæðgur (ég, Ísabella & mamma) að fara í stelpuferð til Tenerife.

Það verður yndislegt að komast í sól & hita en síðast þegar við fórum þangað var Ísabella mín bara 8. mánaða.

Í dag hef ég verið að skoða hvað er skemmtilegt að gera á meðan við erum úti & þá rakst ég á einn flottan dýragarð sem heitir Loro Parque. Í garðinum er hægt að sjá allskonar dýr & ég veit að Ísabella á eftir að skemmta sér vel þar, enda elskar hún öll dýr!

Annars höfum við verið að pakka í dag & fara í gegnum öll sumarfötin.Ég kom einnig við í Lindex & verslaði ofurkrúttleg bikini & sólgleraugu handa Ísabellu. 

Ég fattaði allt í einu að ég var aldrei búin að setja inn myndir af barnaherberginu eftir breytingarnar en ég ákvað að setja spegil á milli skápanna sem stækkar herbergið um helming. Það er ótrúlegt hvað speglar geta gert mikið en ég fékk þennan í Glerborg. Það voru s.s. skápar á öllum veggnum & ég reif miðjuna út & lét smíða þennan bekk á myndinni, ásamt því að setja spegil fyrir ofan hann.Þetta léttir mikið á herberginu & gerir það bjartara.

Myndin af fílnum hér að neðan er frá Amikat.Eins & ég hef talað um áður þá hafa vatnslituðu myndirnar eftir Írisi Halldórsdóttur heillað mig upp úr skónum.Amikat myndirnar fást í Epal Skeifunni og netversluninni SirkusShop.Hér er hægt að skoða allar fallegu myndirnar sem eru í boði:http://amikat.is/

Tjaldið er frá I am Happy Barnavöruverslun.

Ég hef þetta ekki lengra að sinni.. heyrumst næst frá Tenerife <3

March 27, 2016

SKÍÐAPARADÍS

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegra páska <3

Dásamlegir dagar að baki hérna á Eskifirði & ég fer endurnærð heim aftur í næstu viku, eftir alla þessa útiveru. Ég bjóst svo sannarlega ekki við þessari veðurblíðu sem við fengum á skíðunum síðustu tvo daga. Ég óskaði þess heitt að fá smá sól & mér varð heldur betur að ósk minni!

Fallegi fjörðurinn í yndislegu veðri!

Unnar að taka myndir!

Oddskarð!

Ég gæti vel hugsað mér að gera þetta hverja einustu helgi, allan ársins hring!

Ísabella stóð sig ótrúlega vel á skíðunum & kom mömmu sinni heldur betur á óvart.Hún sagði bara meiri skíði, meiri skíði um leið & við komum niður brekkuna!

Duglega stelpan mín <3

Ég prófaði að sleppa henni neðst í brekkunni á degi tvö í nokkrar sekúndur & það gekk bara vel!

Mamma hress að venju!

Svo var haldið áfram nokkrar ferðir!

Ég, Ísabella & mamma eftir frábæran dag í alla staði!

Þangað til næst:)

February 27, 2016

SKÍÐAHELGI

Í gær var alveg frábært veður til skíðaiðkunar og ég notaði tækifærið og prófaði nýju skíðin mín sem stóðu algjörlega undir væntingum.Planið er að fara austur á skíði um páskana eða nánar tiltekið í Oddskarð sem er uppáhalds skíðasvæðið mitt á landinu.Ég er einnig búin að finna lítil og krúttleg skíði handa Ísabellu og langar að leyfa henni að prófa að fá tilfinningu fyrir þessu sporti.Ég held að hún eigi eftir að elska útiveruna og allt action-ið í kringum þetta.Samt sem áður ætla ég aldeilis ekki að sleppa henni einni strax enda verður hún að vera orðin örlítið stærri.

Verslunin Íslensku Alparnir selja Atomic skíði í miklu úrvali en ég valdi mér Atomic Cloud 11.

Skíðaskóna valdi ég við skíðin vegna þess að þeir eru sérstaklega mjúkir og þægilegir.

Ég er hrifnust af Atomic skíðum enda gæðin sérstaklega góð!

Ég vona að þið eigið góðan dag!:)