Jæja.. ég tók mér aðeins of langt bloggsumarfrí! Í sumar ferðuðumst við mikið innanlands en íslenska sumarið er alltaf jafn fallegt. Þeir staðir sem stóðu algjörlega upp úr í ár voru:
➺ Jarðböðin við Mývatn
➺ Geosea á Húsavík
➺ Grjótagjá
➺ Giljaböðin Húsafelli
➺ Lystigarður Akureyrar
➺ Bláa lónið
➺ Þingvellir
➺ Vestmannaeyjar
Núna er ég tilbúin fyrir fallegu haustlitina og bíð spennt eftir að fá snjó til þess að komast á skíði :)
Hér koma nokkrar myndir frá sumrinu..
Gullið mitt byrjaði í 1. bekk í ágúst og ég er svo stolt af duglegu stelpunni minni <3
I am always with you. Be brave, have courage and love life.
Ég vona að sumarið ykkar hafi verið gott. Þangað til næst :)
Um helgina heimsóttum við Slakka sem er lítill húsdýragarður í Laugarási, Biskupstungum. Það tekur u.þ.b. 1 klst og 20 mínútur að keyra þangað frá Garðabæ. Þar í kring er mikil náttúrufegurð og einstök upplifun fyrir börnin. Eftir Slakka fór Ísabella á hestbak á Syðra-Langholti rétt hjá Flúðum sem var mikið stuð! :)
Það eru margir kettlingar í Slakka núna sem var mikið gleðiefni fyrir dýrakonuna mína! Við hittum á mjög gott veður en það er best að reyna stóla upp á sól og logn. Þá er hægt að njóta sín vel og lengi í garðinum.
Þessi litli, sæti kettlingur bræddi í mér hjartað! Hann var svolítið mikið þreyttur enda tekur á að stækka svona hratt! :)
Mjáwww..
Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð :)
Í sumar fékk ég að heimsækja nýtt og spennandi verkefni sem var í byggingu. Þetta er einn fallegasti staður landsins að mínu mati. Ég hef sjaldan fengið jafn mörg skilaboð eftir að ég sýndi frá Giljaböðunum á Instastory og fólk vildi vita hvar þessi draumastaður væri. Núna get ég sagt betur frá því þar sem hann er loksins tilbúinn og tekinn til starfa. Staðurinn sem um ræðir eru Giljaböðin Húsafelli og eru ekta íslensk náttúruböð í gullfallegu umhverfi. Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og notast er við heitar uppsprettur frá staðnum. Við hönnun og byggingu var mikið lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna. Það má með sanni segja að það hafi tekist vel til.
Sólsetrið í gilinu eru engu líkt og stundum er einnig hægt að sjá norðurljósin.
Ferðir í giljaböðin eru í boði allan ársins hring með íslensku- og enskumælandi leiðsögumanni. Ferðin er farin frá nýju afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli.
Í dag ætla ég að vera með skemmtilegan leik í samstarfi við Husafell Canyon Baths og gefa einum heppnum vinkonu- eða fjölskylduhóp ferð í Giljaböðin 😍
Hægt er að taka þátt á Facebook- og Instagramsíðu Alavis.is
photo credit: ozzo-photography
Í dag langaði mig að sýna ykkur videobloggið sem ég tók úti á Ítalíu. Í ferðinni heimsótti ég Lignano, Bibione og Venice. Á næstunni mun Heimsferðir opna fyrir sölu á þennan fallega og fjölskylduvæna áfangastað sem ég heimsótti í september.
Á föstudaginn er ég að fara í ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Ég er að fara til strandbæjarins Lignano á Ítalíu en þar má finna ekta ítalska stemningu og gylltar strendur. Lignano er í um 40 mínútna akstri frá Trieste með beinu flugi Heimsferða frá Íslandi. Lignano er fullominn áfangastaður fyrir pör, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Það sem einkennir Lignano er fágað andrúmsloft, slökun og falleg náttúra. Þar má að sjálfsögðu finna ekta ítalska veitingastaði, verslunargötu og kaffihús. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í Lignano teygir breið ströndin sig marga kílómetra. Hvert hótel er með sitt strandsvæði þar sem gestir hótelsins fá sólbekki og sólhlífar úthlutað meðan á dvöl þeirra stendur. Þjónusta við gesti í Lignano er framúrskarandi þar sem heilu fjölskyldurnar vinna við að þjónusta gesti með fjölbreyttum hætti.
Fyrir yngri kynslóðina er nóg um að vera en á svæðinu og þar í kring er að finna yfir 5 ólíka skemmtigarða. Aquasplash vatnsrennibrautagarðurinn er fyrsti sinnar tegundar á ítalíu og þar við hliðina á er sædýrasafnið Gulliverlandia
Dýragarðurinn Parco Zoo Punta Verde er líka ómissandi með yfir 1.000 dýrum af 150 ólíkum uppruna frá öllum heimshornum. Í hjarta Lignano eru svo leikvæðin Parco Junior og skemmtigarðurinn Strabilia.
Í þessari ferð ætla ég að taka video blog (vlog). Ég fór og keypti M50 myndavél í Reykjavík Foto sem er sérstaklega góð til þess að taka upp video. Vélin er lítil og nett auk þess sem hún tekur upp í 4K sem er mjög mikill kostur. Ég hlakka mikið til að prófa hana úti og sýna ykkur myndir og video úr ferðinni.
Staðirnir sem ég ætla að skoða í ferðinni auk Lignano eru Bibione, Feneyjar og Gardavatnið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðinni geta skoðað Instastoryið mitt en ég ætla reyna setja inn efni á hverjum degi á meðan ég er úti.
Eins og gefur að skilja er ég orðin ótrúlega spennt að fara í þessa ferð með vinkonu minni í 10 daga. Ég hef heyrt og séð svo marga góða hluti um þetta svæði á Ítalíu þannig það verður yndislegt að upplifa þetta og sjá með eigin augum.
Mig hefur alltaf dreymt um Feneyjar og Gardavatnið. Það vill svo skemmtilega til að þetta er allt stutt frá Lignano! :) Ég hlakka til að sýna ykkur myndir úr ferðinni. Eigið góðan dag!